Með lífið í lúkunum
By: HeilsuErla
Language: is
Categories: Health, Fitness, Education, Self Improvement, Alternative
Í hlaðvarpinu Með lífið í lúkunum fær HeilsuErla til sín einstaklinga úr ýmsum áttum sem hafa þekkingu á fjölbreyttum sviðum heilsu og einnig fólk sem hefur á einn eða annan hátt jákvæð áhrif á samferðafólk sitt.Markmiðið er að skapa rými fyrir einlægt og opið spjall til þess að kynnast sem fjölbreyttustum leiðum til þess að huga að heilsunni. t.d. varðandi geðheilsu, líkamlega heilsu, mataræði, svefn, raddheilsu, tannheilsu, fjárhagslega heilsu, sköpunargleði, kynheilbrigði og margt fleira.
Episodes
Hjartsláttarbreytileiki (HRV). Sigrún Haraldsdóttir. (Heilsumoli 35)
Jan 10, 2026Í þessum stutta Heilsumola útskýrir Sigrún hvað Hjartsláttarbreytileiki (HRV) er og hvernig við getum mælt hversu sterk Vagus taugin er og bætt svokallað Vagal tone með öndun.
Heilsumolinn er framhald af viðtali nr. 105.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 00:06:11105. Ert þú með ofþanið taugakerfi? (Vagus taugin, öndun, bandvefur, líkamsvitund og jafnvægi.) Sigrún Haraldsdóttir
Jan 09, 2026Í þættinum ræðir Erla við Sigrúnu Haraldsdóttur stofnanda Happy hips um Vagus taugina (Flökkutaugina), bandvef, ofþanið taugakerfi, hraðann í nútíma samfélagi, öndun, líkamsvitund og hvernig hægt er að núllstilla taugakerfið.
En hvað er Vagus taugin? Vagus taugine að Flökkutaugin eins og hún er líka nefnd er oft séð sem “umferðarstjórnandi”, þar sem hún er mikilvæg samskiptabraut milli líkamans og heilans en hún vinnur við að stýra öndun, hjartslætti, vöðvum, meltingu, koki, raddböndum og hæfileika okkar til að upplifa, vinna úr og fá botn...
Duration: 01:33:45Box öndun í boði Sigrúnar Haralds (Heilsumoli 34)
Jan 07, 2026Á næstu dögum fer í loftið alveg frábært viðtal við Sigrún Haraldsdóttur eiganda Happy hips um Vagus taugina. Hún talar meðal annars um mikilvægi öndunar til þess að róa taugakerfið og býður ykkur hér upp á stutta öndunaræfingu sem þið getið nýtt ykkur hvar og hvenær sem er.
Box öndun (Kassaöndun) 6-4-8-4.
Sigrún Haraldsdóttir leiðir okkur í gegnum áhrifaríka öndunaræfingu til þess að róa taugakerfið. Innöndun á 6 sek- halda inn andanum í 4 sek- fráöndun á 8 sek og svo halda aftur í 4 sek.
Fylgdu Heils
Duration: 00:03:532026 Himnastigar- Sjáumst á nýársdag (Heilsumoli 33)
Dec 31, 2025Sjáumst í Himnastiganum í Kópavogi á nýársdag.
Síðustu þrjú ár (á nýársdag) hef ég haldið viðburð í Himnastiganum sem er nú orðinn ómissandi hefð fyrir marga. Í þessum örstutta Heilsumola segi ég frá því hvernig þetta byrjaði allt á 365 Himnastigum árið 2023, sem urðu svo 1000 Himnastigar árið 2024 og loks 2025 Himnastigar árið 2025.
Á nýársdag 1.janúar 2026 ætlum við að endurtaka leikinn hafa gaman saman og vekja athygli á mikilvægi daglegrar hreyfingar.
Öll eru velkomin og við ætlum að reyna að ná samtals 2026 ferðum í Himnastiganum þennan dag! Munið að margt smátt gerir eitt stórt.
Hægt verður að mæta hvenær sem er yfir daginn...
Duration: 00:08:56104. Mataræði er kóngur. (Heilsuvenjur, föstur, kríur, jarðtenging og fleira.) Sigurjón Ernir Sturluson
Dec 26, 2025Í þættinum ræðir Erla við Sigurjón Erni Sturluson, íþróttafræðing, ofurhlaupara og frumkvöðul um æsku hans og hvernig hún hefur mótað hann, heilsuvenjur, jarðtengingu, kríur, föstur, næringarþéttni, ranghugmyndir í samfélaginu, tilgang lífsins og fleira.
Sigurjón er eigandi UltraForm og er einnig með hlaupaþjálfun og lífsstílsþjálfun. Hann hefur reynt flest á eigin skinni til að komast að því hvernig hægt sé að hámarka heilsu og deilir þekkingu sinni á Instagram og Facebook.
Þátturinn er unninn í samstarfi við:
💙 -HEILSUHILLUNA. Gæti diges...
Duration: 01:15:04103. Að dúxa endurhæfingu. (Lýðheilsa, heilaheilsa, öndunaræfingar, næringarþéttni, hreyfing og svefn). Sonja Sif Jóhannsdóttir
Dec 12, 2025Í þættinum ræðir Erla við Sonju Sif Jóhannsdóttur, íþróttafræðing um lýðheilsu, heilaheilsu, endurhæfingu eftir höfuðhögg, Vagus taugina, mikilvægi öndunaræfinga, næringarþéttni, svefn, hreyfingu, spennandi rannsókn sem hún gerði á heilsu sjómanna og margt fleira.
Sonja starfar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla Íslands, hún er íþróttakona og mögnuð heilsufyrirmynd. Hún hefur starfað í „heilsubransanum" í yfir 30 ár.
Ekki missa af þessu frábæra spjalli við þessa fróðu konu.
Þátturinn er unninn í samstarfi við:
💙 - HEILSUHILLUNA. Gæti dige...
Duration: 01:52:59Svo lengi lærir sem lifir. Ólympískar lyftingar, HM ævintýrið og hugarfar. Heilsumoli 33) Kári Walter og Erla
Dec 05, 2025Í undirbúningi mínum fyrir HM í ólympískum lyftingum stakk Kári þjálfari upp á því að við myndum taka smá hlaðvarpsspjall um vegferðina. Úr varð skemmtilegur og óhefðbundinn þáttur þar sem að ég er ekki spyrillinn heldur er þetta spjall um muninn á ólympískum lyftingum og kraftlyftingum, hvers vegna styrktarþjálfun er mikilvæg fyrir alla og hvers vegna ólympískar lyftingar eru frábær stuðningur við aðrar íþróttagreinar. Svo ræðum við auðvitað um undirbúninginn fyrir mótið, ferðalagið á HM, keppnina sjálfa og allt í kringum það.
Ég set reglulega inn frá æfingum á Instagram og...
Duration: 01:07:14102. Hvað eru „triggerar"? (Áfallastreita, sjálfsvitund, taugakerfið og leiðavísir að ósýnilegum sárum). Anna Sigurðardóttir
Nov 28, 2025Í þessum þætti ræðir Erla við Önnu Sigurðardóttur sálfræðing um triggera eða kveikjur. Leitast er við að svara ýmsum áhugaverðum spurningum. Hvað eru triggerar? Hver ber ábyrgð á því að við triggerumst? Afhverju bregðumst við við á ólíkan hátt og hvað getum við gert í kjölfarið? Hvað er áfallasteita? Hvað er kveikjuviðvörun?
Trigger getur verið leiðavísir að ósýnlegum sárum og tækifæri til sjálfsvitundar. Viðbrögð okkar eru samspil af líffræðilegri næmni, sögulegri reynslu og persónuleika og samhengis í núinu /daglegri líðan.
Mig langar einnig...
Duration: 01:15:14Hvað liggur að baki þörfinni fyrir að hafa stjórn? Anna Sigurðardóttir (Heilsumoli 31)
Nov 28, 2025Í þessum Heilsumola ræðir Erla við Önnu Sigurðardóttur sálfræðing um þörfina fyrir það að hafa stjórn. Hvað liggur að baki?
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 00:28:57Sambandið við okkur sjálf. Anna Sigurðardóttir (Heilsumoli 32)
Nov 28, 2025Skemmtilegt spjall við Önnu Sigurðardóttur sálfræðing um tengslin eða sambandið við okkur sjálf.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 00:44:49Hugleiðsla fyrir triggera. Anna Sigurðardóttir (Heilsumoli 30)
Nov 21, 2025Á næstunni kemur út þáttur um triggera eða kveikjur. Frábært viðtal við Önnu Sigurðardóttur sem lýsir á mannlegan og um leið faglegan hátt hvað gerist í líkamanum og afhverju þegar við ,,triggerumst".
Hér kemur ein stutt hugleiðsla sem hægt er að nýta við þessar aðstæður.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 00:05:23101. Sorg er eins og öldugangur. (Íþróttir, ofþjálfun, missir, áföll, örmögnun, lífsgleði og drifkraftur). Silja Úlfarsdóttir
Nov 15, 2025Í þættinum ræðir Erla við Silju Úlfarsdóttur um lífið, sorgina, missir, áföll, mikilvægi íþrótta, eldmóð, fyrirmyndir og margt fleira. Farið er yfir allan tilfinningaskallann frá hlátri til gráturs.
Silja er að eigin sögn íþróttapönkari sem brennur fyrir málefni sem tengjast íþróttum og hefur verið mikill jáhrifavaldur í þeim málefnum síðustu ár. Hún er algjör gleðisprengja, vinur vina sinna, stórkostleg mamma og er með alveg magnaðann og smitandi drifkraft.
Á nokkurra ára tímabili dundu röð áfalla yfir Silju og fjölskyldu hennar og í viðtalinu segir hún f...
Duration: 02:19:52100. Heilsuspjall fegðina. (Fyrirmyndir, lágkolvetna mataræði, heilbrigðiskerfið, örmögnun og lífsstíll). Dr. Guðmundur Björnsson
Nov 01, 2025Í þættinum ræðir Erla við Guðmund Björnsson föður sinn og heilsufyrirmynd um starfsferil hans sem læknir, lífstíl, lágkolvetna mataræði, heilbrigðiskerfið, mikilvægi þess að hugsa vel um heilsuna, vera ekki fastur í vítahring þess að þurfa að taka þátt í öllu sem er í boði, stressaðu sig ekki of mikið og taka hlutunum ekki of alvarlega.
Guðmundur er sérfræðingur endurhæfingarlækningum og hefur starfað á ýmsum sviðum á sinni starfsævi, t.d. á slysadeild Borgarspítalans, í heilsugæslu og í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, á Heilsustofnun NLFÍ, Læknafélagi Íslands, rekið eigið fyrirtæki og starf...
Duration: 00:56:5999. Ekki vera hrædd við að gera mistök. (Móðurmissir, dugnaður, þrjóska, mörk og hættuleg ímynd ofurkonunnar). Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Oct 25, 2025Í þættinum ræðir Erla við hina dásamlegu Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur um lífið og tilveruna, að alast upp hjá einstæðum föður, eldmóð í starfi, mikilvægi þess að setja mörk, hvernig það er að eiga tvíbura, hættulega ímynd ofurkonunnar, metnað, dugnað og þrjósku.
Ragnhildur Steinunn er líklega flestum landsmönnum kunnug enda hefur hún verið ein öflugasta sjónvarps- og dagskrárgerðarkona landsins í yfir 20 ár. Nýjasta verkefni hennar er heimildarmyndin Takk Vigdís sem hún hefur unnið hörðum höndum að síðustu mánuði.
Vertu með í Facebook hóp hlaðva...
Sníðum okkur stakk eftir vexti (Heilsumoli 29)
Oct 20, 2025Hugleiðingar HeiluErlu á mánudagsmorgni!
Ert þú að gera of miklar kröfur til þín? Ert þú að brjóta þig niður þegar allt fer ekki eins og þig langar? Hvaða boltum ert þú að halda á lofti? Er hægt að leggja einhverja til hliðar tímabundið? Ert þú að sýna þér mildi? Ert þú að stefna á ,,vegginn"? Hvað nærir þig? Hvað hentar þér akkúrat núna?
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 00:08:1898. Settu athyglina á gnægð en ekki skort. (Þakklæti, núvitund, náttúran, hamingja og bjargráð). Erla Súsanna Þórisdóttir
Oct 11, 2025Í þættinum ræðir Erla við nöfnu sína Erlu Súsönnu Þórisdóttur og þakklætisdrottningu. Erla Súsanna er með heimasíðuna Töfrakistan og gaf fyrir nokkrum árum út Þakklætisdagbókina, sem er verkfæri sem getur hjálpað þér að innleiða hugarfar þakklætis inn í daglegt líf.
Erla er að eigin sögn fróðleiksfús manneskja, jarðbundin en líka fiðrildi, lífsglöð og jákvæð. Henni þykir gaman að grúska í og skoða hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Hún stafaði sem grunnskólakennari í 13 ár og var mjög umhugað um ve...
Duration: 01:34:58HEILSUÁSKORUN (Heilsumoli 27)
Oct 04, 2025Hvernig væri að breyta gömlum venjum sem eru ekki að gagnast þér lengur?
Þessi áskorun snýst um að velja sér EITT atriði sem mun hafa jákvæð áhrif á heilsu þína og gera það daglega eða vikulega (fer eftir þínu markmiði) fram til 1.janúar 2026. Þú getur annað hvort bætt einhverju góðu inn í líf þitt eða tekið út eitthvað sem er að hafa neikvæð áhrif á heilsuna.
Þetta getur t.d verið að bæta inn daglegu þakklæti, hreyfingu, lesa í 15 mínútur eða taka út áfengi, sykur, hætta að taka símann með upp í rúm o.s...
Duration: 00:04:08Ungbarnasund Erlu (Heilsumoli 28)
Oct 04, 2025Í þessum heilsumola fer Erla yfir praktísk atriði fyrir alla sem hafa áhuga á því að koma á námskeið hjá Ungbarnasundi Erlu í Suðurbæjarlaug.
Ungbarnasund hefur gífurlega jákvæð áhrif á heilsu barna, líkamlega, andlega og félagslega. Ungbarnasund örvar hreyfiþroska barna og styrk, stuðlar að betri svefni og matarlyst, örvar skynfæri barnsins og hækkar streituþröskuld. Einnig styrkir ungbarnasund tengslamyndun foreldra og barna sem hefur áhrif á líðan og heilsu bæði foreldra og barns til framtíðar.
Ungbarnasund Erlu var stofnað af Erlu Guðmundsdóttur í júlí 2006. Erla er félagi í Busla, félagi ungba...
Duration: 00:12:4297. Sálfélagslegt öryggi og heilsa. (Vinnustaðamenning, heilsumissir og innri vöxtur). Harpa Þrastardóttir
Sep 27, 2025Í þessum þætti ræðir Erla við Hörpu Þrastardóttur, hugrakka stelpukonu um erfiða lífsreynslu sem varð til þess að hún missti heilsuna. Hún hefur nýtt þessa reynslu og aukna þekkingu til innri vaxtar og til þess að fræða og valdefla aðra.
Hún stofnaði í kjölfarið Kjarkur ráðgjöf sem býður upp á alhliða ráðgjöf og fræðslu á sviði vinnuverndar svo sem mannauðsmála, stjórnunar, EKKO mála, gæðamála, umhverfismála og öryggis- og heilsumála. Allt eru þetta þættir sem fyrirtæki þurfa að huga að til þess að stuðla að...
Duration: 00:57:40Núllstilling -8 mínútur. Laufey Haraldsdóttir (Heilsumoli 26)
Sep 19, 2025Laufey Haraldsdóttir eigandi Virkja færir hlustendum hlaðvarpsins þessa dásamlegu gjöf. Hún leiðir okkur í gegnum 8 mínútna núllstillingu en æfinguna getur þú hlustað á hvar og hvenær sem er þegar þér hentar.
Tilvalið til þess að hægja á í amstri dagsins, minnka streitu og kyrra hugann.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 00:07:59Hvað er Virkja og hvernig getur markþjálfun hjálpað þér að vaxa? (Heilsumoli 25)
Sep 19, 2025Í þessum heilsumola ræða Erla og Laufey um Virkja og hvernig markþjálfun hefur hjálpað þeim að vaxa.
Virkja er einn af dyggu samstarfsaðilum hlaðvarpsins og ég get ekki mælt meira með náminu hjá þeim en eins og þið heyrið í spjallinu þá hefur það gefið mér mjög mikið.
Hægt er að bóka fría 20 mínútna námskynningu á virkja.is
Duration: 00:32:0996. Við erum bara mannleg. (Heildræn heilsa, þakklæti, taugakerfið, vöðvauppbygging og frelsi). Arnaldur Birgir Konráðsson
Sep 13, 2025Í þættinum ræðir Erla við Arnald Birgi Konráðsson sem er þjálfari og heilsuáhrifavaldur með yfir 20 ára reynslu. Hann hefur þjálfað bæði almenning og afreksfólk og er þekktur undir ýmsum nöfnum, m.a. Coach Birgir, Birgir Þjálfun og Biggi Bootcamp.
Þau ræða um heildræna heilsu, þakklæti, taugakerfið, vöðvauppbyggingu á gamals aldri, hreyfingu, svefn, næringu, muninn á Íslendingum og Dönum og margt fleira í afar skemmtilegu og gefandi viðtali.
Áhugasamir geta fundið Coach Birgi á Instagram
Þátturinn er unninn í samstarfi við:
💙 Nutrilenk - Lykillinn að...
Duration: 01:34:0395. Hvatberaheilsa. (Vannæring, PCOS, næringarráðleggingar, faraldsfræði, efnaskipti og fræolíur). Ragnheiður Vernharðsdóttir
Aug 30, 2025Í þættinum ræðir Erla við Ragnheiði Vernharðsdóttur, sérnámslækni í augnlækningum og fjögurra barna móður sem er nýlega flutt heim til Íslands eftir nám í Noregi.
Ragnheiður brennur fyrir bætta heilsu og vellíðan, bæði hjá sjálfri sér og öðrum og hefur í raun prófað allt milli himins og jarðar til að bæta heilsu sína. Til dæmis ólíkar tegundir mataræðis eins og vegan, grænmetisfæði og keto, fjölbreytta hreyfingu og ýmsar leiðir til sjálfsræktar.
Hún skilur í dag að heilsa snýst ekki um...
Duration: 02:27:3494. Aldrei gefast upp. (Seigla, þolinmæði og óbilandi viljastyrkur 15 ára drengs). Magnús Máni Magnússon
Aug 16, 2025Í þættinum ræðir Erla við Magnús Mána Magnússon sem er aðeins 15 ára en hefur þegar sýnt meiri seiglu, þolinmæði og viljastyrk en margir upplifa á langri ævi.
Sumarið 2023 breyttist líf Magnúsar á örfáum dögum. Eftir stutt veikindi missti hann mátt og alla skynjun frá bringu og niður. Bakteríusýking hafði náð alla leið inn í mænuna og olli alvarlegri bólgu sem lamaði hann.
Síðastliðin 2 ár hefur hann staðið í gríðarlega krefjandi endurhæfingu með óbilandi markmið, að ná sér að fullu. Hann hefur aldrei gefist upp á því mark...
Duration: 00:29:1593. Að týnast í myrkrinu. (Andleg heilsa, áskoranir, sjósund og seigla). Sigurgeir Svanbergsson
Aug 02, 2025Í þættinum ræðir Erla við Sigurgeir Svanbergsson, íslenskan sjósundskappa sem lét ekki veðrið, öldurnar né marglyttur stoppa sig þegar hann lagði upp í eitt stærsta sundævintýri sem hægt er að ímynda sér, að synda yfir Ermasundið.
Markmið hans var ekki aðeins að takast á við þessa gríðarlegu áskorun heldur einnig að vekja athygli og safna áheitum fyrir Píeta samtökin, sem vinna ómetanlegt starf í forvarnar- og stuðningsstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.
Við ræddum um undirbúninginn, andlegu hliðina, kvíðann, kuldann, að týnast í myrkrinu og af hver...
Duration: 01:20:2892. Frjósemi og heilsa. (Mögulegar ástæður ófrjósemi, mýtur, offita, úrræði og hlutverk lífsstíls). Snorri Einarsson
Jul 26, 2025Í þættinum ræðir Erla við Snorra Einarsson sérfræðing í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum um áhrif lífsstíls á frjósemi, mögulegar ástæður ófrjósemi, mýtur og hvaða úrræði eru í boði.
Snorri hefur starfað við ófrjósemislækningar frá 2006 og er framkvæmdastjóri, yfirlæknir og einn af stofnendum Livio Reykjavík.
Í frítímanum er það fjölskyldan og börnin fjögur sem skipa stærstan sess og ekki er það verra ef öll fjölskyldan er saman á ferðalögum, í golfi eða á skíðum.
Hlaðvarpið er í samstarfi við:
💙 Geo...
Duration: 01:32:4091. Turning obsession into purpose. (Mental health, OCD, passion and healing). Matt Moreman
Jul 12, 2025In this first English speaking episode Erla´s guest is Matt Moreman, the creator of the hugely popular YouTube channel “Obsessed Garage.” With over half a million followers, Matt has built a loyal audience by sharing his deep passion for quality, detail, and all things garage-related.
But behind the videos is a personal story. Matt was diagnosed with OCD, and what started as a personal struggle became the foundation of his business and purpose.
We talk about his journey, how OCD shaped his life, and how he turned obsession into a tool for success and even...
Duration: 01:23:4990. Hvað er fjórða vaktin? (Foreldrakulnun, hindranir í kerfinu og úrræði). Lóa Farestveit Ólafsdóttir og Sara Rós Kristinsdóttir
Jun 28, 2025Í þætti vikunnar komu til Erlu í afar áhugavert spjall þær Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir til að ræða um fjórðu vaktina, foreldrakulnun, hindranir í kerfinu, podcastið 4.vaktina og margt fleira.
En hvað er fjórða vaktin? Þriðja vaktin hefur fengið töluverða umræðu síðustu ár og er þar verið að vitna í það huglæga sem fólk þarf að sinna umfram daglega vinnu.
Fyrir foreldra fatlaðra og langveikra barna er töluvert meira álag og vinna en á aðra foreldra og því er oft talað um það sem fjórðu vaktina.
Þes...
Duration: 01:38:5589. Ertu að hella upp á gleði eða sorg? (Öryggi, tengslamyndun, tengslarof, taugakerfið, uppeldi og sjálfsvinna). Angelía Fjóla Vilhjálmsdóttir
Jun 14, 2025Í þættinum ræðir Erla við Angelíu Fjólu Vilhjálmsdóttur um öryggi, tengslamyndun, tengslarof, tilfinningar, viðbrögð taugakerfisins, ég og þú boð, uppeldi, bjargráð, mikilvægi þess að tilheyra og sjálfsvinnu. En þetta eru allt þættir sem hafa mikil áhrif á heilsu okkar.
Angelía Fjóla segir á einlægan hátt sögu sína sem er átakanleg og mótaði hana mikið. Hún segir að lífsreynslan hafa skilið eftir dýpra spor í sálinni en hún gerði sér grein fyrir og að óöryggi hafi fylgt sér síðan hún muni eftir sér og hafi verið eins og akkeri...
Duration: 01:49:15Núvitund- 4 mínútna hleðsla (Heilsumoli 24)
Jun 10, 2025Þú getur nýtt þér þessa örstuttu núvitundaræfingu þegar þú átt erfitt með að einbeita þér eða þarft aðeins að taka þér hugrænt hlé og ,,hlaða batteríiin þín".
Núvitund er hugtak sem lýsir þeirri athygli sem við beinum viljandi að því sem er að gerast hér og nú, á hlutlausan og opinn hátt.
Núvitund felur í sér að:
Vera í meðvitundVeita athygli t.d. öndun, líkamshlutum, hugsunum eða tilfinningum.Ekki dæma það sem við verðum vör við heldur taka eftir því eins og það er, án þess að flokka sem gott eða slæmt.Sn... Duration: 00:04:0988. Þegar áskoranir verða innblástur. (Nýtt líf eftir veikindi, nýsköpun, næring sem boðefni, magasýrur, insúlínviðnám og óþol). Beta Reynis
May 31, 2025Í þættinum ræðir Erla við Betu Reynis næringarfræðing, næringarþerapista og frumkvöðul um magnaða lífreynslu þegar hún greindist með taugasjúkdóminn Guillain–Barré og lamaðist en náði að vinna sig upp úr heilsuleysinu með hugarfari og lífstíl.
Þær stöllur ræða um næringu almennt og ýmsar næringarráðleggingar varðandi t.d. blóðsykur, magasýrur, fræolíur, soja prótein, eplaedik, bætiefni og steinefni en einnig um hvaðan áhuginn á hollri og góðri næringu kemur, insúlínviðnám, að greina óþol, áhrif streitu á heilsu, frumkvöðl...
Duration: 01:56:03Astaxanthin. (Heilsumoli 23)
May 29, 2025Heilsuvara mánaðarins hjá HeilsuErlu og Heilsuhillunni er Astaxanthin.
Astaxantín er öflugt andoxunarefni sem er aðallega unnið úr örþörungum (Haematococcus pluvialis) og gefur t.d. laxi, rækjum og flamingófuglum bleikarauðan litinn. Það er gagnlegt af nokkrum ástæðum en Astaxanthin hefur verið mikið rannsakað og er talið meðal annars:
•styðja við húðheilsu – bæði gegn sólarskemmdum og öldrun húðarinnar
•bæta orku og úthald – vinsælt meðal íþróttafólks
•styðja við hjarta- og æðakerfið
•draga úr bólgum og v...
Duration: 00:06:39Heimur geðlæknisins, Dr. Ólafur Þór Ævarsson (Heilsumoli 20)
May 17, 2025Í fyrsta viðtalinu (heilsumolanum) af þremur við Dr.Ólaf Þór Ævarsson geðlækni ræða þau Erla um heim geðlæknisins og geðlæknisfræðina. Hvernig starfar geðlæknir og hefur starfið breyst mikið? Eru tengsl á milli þarmaflóru og geðheilsu? Hver er helsti misskilningurinn um geðsjúkdóma? ofl
Dyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum eru:
Spíran. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum. Sumarsalat HeilsuErlu er nú komið á matseðil Spírunnar og ekkert ykkar ætti að láta það fram hjá ykkur fara!
Heilsuhillan. Vanda...
Duration: 00:27:11Forvarnir í geðheilsu. Dr. Ólafur Þór Ævarsson (Heilsumoli 21)
May 17, 2025Í öðru viðtalinu (heilsumolanum) af þremur við Dr.Ólaf Þór Ævarsson geðlækni ræða þau Erla um forvarnir í geðheilsu. Hverjar eru helstu forvarnir í geðheilsu og eru þær árangursríkar? Afhverju er aukning í streitu og kulnun? Hvaða áhrif lífsstíll og kröfurnar í nútímasamfélagi? ofl
Dyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum eru:
Spíran. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum. Sumarsalat HeilsuErlu er nú komið á matseðil Spírunnar og ekkert ykkar ætti að láta það fram hjá ykkur fara!
Heilsuhillan. Vandað...
Duration: 00:26:19Heilsumissir í kjölfar áfalla. Dr. Ólafur Þór Ævarsson (Heilsumoli 22)
May 17, 2025Í þriðja viðtalinu (heilsumolanum) af þremur við Dr.Ólaf Þór Ævarsson geðlækni ræða þau Erla um heilsumissi í kjölfar áfalla. Hvernig hafa áföll áhrif á heilsu okkar? Hvað er að gerast í heilanum? Hvað er að gerast í líkamanum? Geta áföll setið í taugakerfinu? Er hægt að ná bata?
Dyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum eru:
Spíran. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum. Sumarsalat HeilsuErlu er nú komið á matseðil Spírunnar og ekkert ykkar ætti að láta það fram hjá ykkur fara!
Heilsuhillan. Vandaðar vörur til bættr...
Duration: 00:30:42Sagan og maðurinn á bakvið Spíruna. (Heilsumoli 19)
May 15, 2025Á næstu vikum mun ég kynna dygga samstarfsaðila hlaðvarpsins með stuttum Heilsumolum í hlaðvarpinu. Næsti samstarfsaðili sem ég kynni til leiks er Spíran.
Sumarsalat HeilsuErlu er nú komið á matseðil Spírunnar og ekkert ykkar ætti að láta það fram hjá ykkur fara!
Spíran er dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum við Álfabakka 6 í Reykjavík. Hann er fjölskylduvænn bistró-staður sem leggur áherslu á hollan og góðan mat, gerðan frá grunni úr gæða hráefnum og lagaður af mikilli ást.
Opið er alla virka daga frá kl.11 til 20 og um...
Duration: 00:26:38Gagnsemi kísils og GeoSilica. (Heilsumoli 18)
May 10, 2025Á næstu vikum mun ég kynna dygga samstarfsaðila hlaðvarpsins með stuttum Heilsumolum í hlaðvarpinu.
Fyrst í spjall til mín var Steinunn Ósk Valsdóttir, markaðsstjóri Geo Silica sem er nýjasti samstarfsaðilinn.
Steinunn segir okkur frá fyrirtækinu og gagnsemi kísils en GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku, sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar.
Fyrirtækið vinnur steinefni úr jarðhitasvæðum Íslands með byltingarkenndri framleiðsluaðferð og þróar 100% náttúrulegar og vegan-vottaðar gæðavörur...
87. Töfrarnir í hinu óformlega. (Lýðskólar, innri vöxtur, heilsumissir, flæði og valdefling). Margrét Gauja Magnúsdóttir
May 03, 2025Í þætti vikunnar ræðir Erla við Margréti Gauju Magnúsdóttur sem er að eigin sögn orkusprengja með mjög litríka og skrautlega ferilskrá. Hún starfar nú sem skólastjóri Lýðskólans á Flateyri og brennur fyrir óformlega menntakerfinu, úrræðum og velferð ungmenna.
Við ræddum um lýðskóla, þar sem nemendur koma í skólann af innri áhuga og forvitni, fá hrós, hvatningu og stuðning. Engar einkunnir og ekkert vesen. Í lýðskóla fæst frelsi til að mennta og þroska nemendur með óhefðbundnum en árangursríkum leiðum. Þar þjálfast nemendur í félagslegum samskiptu...
Duration: 01:21:2686. Meðvirkni og heilsa. (Birtingarmyndir og áhrif, ytra og innra virði, hvatvísi, ADHD, hugleiðsla og heilsumissir). Valdimar Þór Svavarsson
Apr 19, 2025Í þætti vikunnar ræðir Erla við Valdimar Þór Svavarsson um meðvirkni og þau áhrif hún getur haft á líf okkar og heilsu. Meðvirknin er lævíst og lamandi fyrirbæri sem snertir fleiri en flesta grunar.
Þau ræða um hvað meðvirkni er, hvernig hún þróast og hvernig hún getur birst í lífi okkar en einnig um heilsumissi Valdimars eftir að hann var bitinn af skógarmítli, ytra og innra virði, hvatvísi, ADHD, hugleiðslu, áhrif meðvirkni á líkamlega og andlega heilsu, hlutverk hreyfingar, meðvirkni módel Piu Mellody og fleira.
... Duration: 01:51:2285. Það er svo gaman að vera sterkur! (Agi, þolinmæði, vinnusemi, þyngdarflokkar, lífsstíll og Ólympíuleikar). Eygló Fanndal Sturludóttir
Apr 05, 2025Í þættinum ræðir Erla við Eygló Fanndal Sturludóttur, unga og efnilega íþróttakonu og læknisfræðinema um hvað þarf til þess að ná góðum árangri, þyngdarflokka, jafnvægi, heilbrigðan lífsstíl, imposter syndrome og hvernig það er að vera afreksíþróttakona á Íslandi og fleira.
Eygló er afrekskona í Ólympískum lyftingum sem hefur verið á þvílíkri „siglingu" undanfarið. Hún fékk nýverið tilnefningu til lyftingakonu Evrópu og það er ekki að undra því að þyngdirnar sem hún lyftir eru ekkert grín. Hún snarar t.d. 109 kg, tekur 137kg í Clean&Jerk og 180kg í bakhnébeygju.
Sa...
Duration: 00:54:3684. Alkóhólismi og heilsa. (Fíknisjúkdómar, afneitun, að taka ábyrgð, þakklæti, að sleppa fortíðinni og hætta að óttast framtíðina.) Kristján B.
Mar 22, 2025Í þættinum ræðir Erla við Kristján um alkóhólisma, fíknisjúkdóma, afneitun, að taka ábyrgð, þakklæti, erfiðar tilfinningar, hvað það er mikilvægt að sleppa fortíðinni og hætta að óttast framtíðina og nýtt upphaf.
Ég bauð honum til mín eftir að hafa lesið falleg skrif hans á FaceBook í byrjun árs. Hann sagði þá frá því að eftir 17 ár edrú hafi sjúkdómurinn náð að komast inn fyrir varnir hans því hann hafði ekki sinnt viðhaldi á batanum.
Kristján segir að við hafi tekið 2 ár af ógeði sem hann lagði á fjölskyldu og vini. En þ...
Duration: 01:40:44Hundraðasti þátturinn! (Heilsumoli 17)
Mar 17, 2025Heil og sæl kæru hlustendur, í tilefni þess að þessi þáttur er sá hundraðasti sem ég gef út þá langar mig að koma með smá samantekt af því hvað ég hef lært á þessu ferli og smá vangaveltur um heilsu.
Ég hef sem sagt gefið út 83 viðtöl og þetta er 17. Heilsumolinn sem gerir samtals 100 þætti, hvorki meira né minna.
Það sem ég upplifi þegar ég tek þetta saman er Stolt og þakklæti. Ég er virkilega stolt af sjálfri mér að hafa dembt mér út í þetta verkefni haustið 2023 án þess að ofhugsa heldur bara sjá hvert það myndi leiða mi...
Duration: 00:24:0383. Lífsstílslækningar. (6 grunnstoðir heilsu, samfélagssjúkdóma, ME- sjúkdómurinn, blóðsykurstjórnun og lífsstílsbreytingar.) Kjartan Hrafn og Tekla Hrund
Mar 08, 2025Í þættinum ræðir Erla við hjónin og læknana, Kjartan Hrafn Loftsson og Teklu Hrund Karlsdóttur um Lífsstílslækningar, 6 grunnstoðir heilsu, þróun í læknavísindum, samfélagssjúkdóma, ME-sjúkdóminn, blóðsykurstjórnun og fleira auk þess hversu áhrifaríkar lífsstílsbreytingar geta verið til að fyrirbyggja eða bæta ástand flestra langvinna sjúkdóma og auka lífsgæði.
Tekla og Kjartan eru stofnendur fyrirtækisins Sound Health og leggja sérstaka áherslu á hugmyndafræði lífsstílslækninga (lifestyle medicine) sem byggir á vísindalegum grunni og gagnreyndum aðferðum til að fyrirbyggja, bæ...
Duration: 01:50:3382. „Skipulag í óreiðunni" (Félagskvíði, átröskun, ófrjósemi, frestunarárátta, þakklæti og heilbrigðar venjur.) Katrín Edda Þorsteinsdóttir
Feb 22, 2025Í þættinum ræðir Erla við Katrínu Eddu Þorsteinsdóttur, tveggja barna móður og vélaverkfræðing um lífið og tilveruna, ófrjósemi, foreldrahlutverkið, heilbrigðar venjur, andlega heilsu, félagskvíða, átröskun, heilbrigt samband við mat, þakklæti, frestunaráráttu, ADHD, ofbeldissamband, samfélagsmiðla og fleira.
Katrín Edda sem búsett er í Þýskalandi hefur vakið mikla athygli á Instagram þar sem hún tjáir sig filterslaust og af mikilli einlægni með heilbrigðri nálgun um daglegt líf sitt og fjölskyldunnar
Hún segist hafa verið vægast sagt trylltur unglingur sem hugsaði e...
Duration: 01:29:4581. Náttúran kallar. (Að gista í hellum, sofa undir berum himni, elda mat á hverum og baða sig á leyndum baðstöðum.) Úlfar Jón Andrésson
Feb 08, 2025Í þessu áhugaverða spjalli kynnumst við Úlfari Jóni Andréssyni sem fer ekki hefðbundnar leiðir í lífinu. Hann er fæddur og uppalinn í Hveragerði og býr þar ásamt eiginkonu sinni og tveimur litlum börnum. Við ræðum um uppeldið og lífsstíl hans sem felst mikið í útivist, t.d. að gista í hellum, sofa undir berum himni og jafnvel í snjóstormi, elda mat á hverum, skauta á gígjum og baða sig á leyndum baðstöðum.
Úlfar og kona hans hafa börnin sín með í flestum ævintýrum sínum og draumurinn er að eignast 10 börn. Þau gista oft u...
Duration: 01:21:20Lífshlaupið, hvað er það? (Heilsumoli 16)
Feb 03, 2025Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.
Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. ÍSÍ styðst við ráðleggingar Embætti landlæknis um hreyfingu. Nánari upplýsingar um ráðleggingar um hreyfingu má finna á síðu Embætti Landlæknis.
Lífshlaupið stendur fyrir:
Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur í febrúar
Framhaldsskólak...
80. Heilsueflandi vinnustaðir og fyrirbyggjandi læknisfræði. (Hamingja, menning, kulnun og uppbyggingarleyfi). Hilda Hrönn Guðmundsdóttir
Feb 01, 2025Í þætti vikunnar ræðir Erla við Hildu Hrönn Guðmundsóttur sérnámslæknir í heimilislækningum um heilsueflandi vinnustaði, vellíðan, hamingju, viðhorf, menningu, kulnun, uppbyggingarleyfi, tækifæri á Íslandi og fleira.
Hilda Hrönn starfar á Heilsugæslunni á Akureyri og brennur fyrir fyrirbyggjandi læknisfræði og lýðheilsu og hefur sérstakan áhuga á heilsu lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt.
Hún segir meðal annars frá því hvernig hugmynd hennar að rannsóknar- og gæðaverkefni í sérnámi hennar kviknaði, en hugmyndin er að innleiða heilsueflandi vinnustað á heilsugæslunni á Akureyri með...
Duration: 00:51:2279. Í alvöru talað! (Streita, kulnun, áföll, veikindaleyfi og sjálfsvinna). Gulla og Lydía Ósk
Jan 25, 2025Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum, spjallar Erla við stórskemmtilegu vinkonurnar, Gullu og Lydíu Ósk sem halda úti hlaðvarpinu Í alvöru talað!
Í þættinum ræða þær meðal annars um áföll, erfiða æsku, kulnun, streitu, veikindaleyfi, skömm, nauðsynlegar samfélagslegar breytingar og sjálfsvinnu.
Þær stöllur eru að eigin sögn miðaldra mæður að láta móðan mása. Lydía er sálfræðingur og jógakennari en Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískudrós. Einkunnarorð þeirra: Við sameinumst í mennskunni með dass af...
Duration: 01:36:53Djúpslökun- 35 mínútur. (Heilsumoli 15)
Jan 20, 2025Í amstri dagsins er nauðsynlegt að gefa sér tíma til þess að ,,hlaða batteríin" okkar reglulega, bæði andlega og líkamlega. Við pössum flest að ræftæki okkar séu hlaðin fyrir daginn enn munum við eftir því að hlaða okkur sjálf?
Til eru margar leiðir til þess að ,,hlaða" sig en djúpslökun er afar áhrifarík leið til þess að öðlast innri ró og losa um spennu og eða streitu sem situr í líkamanum.
Þessi djúpslökun er rúmlega 30 mínútna leidd hugleiðsla sem er ein...
78. Með heilsuna í vasanum. (Næringarlæsi, næringarþéttni og kostir og gallar þess að telja macros). Ingi Torfi og Linda Rakel.
Jan 18, 2025Í þættinum ræðir Erla við hjónin Inga Torfa Sverrisson og Lindu Rakel Jónsdóttur.
Þau hjónin hafa á síðust árum hjálpað ótal einstaklingum að bæta heilsu sína og hafa hannað og komið á laggirnar smáforritinu Life Track sem getur stutt við heilsuferðalag fólks á margvíslegan hátt.
VIð ræddum um hugmyndafræðina á bakvið appið, hvernig það kom til að fasteignasali og bankastarfsmaður hættu í vinnunni sinni í miðju covid og fóru að hjálpa fólki að bæta heilsuna.
Við ræddum um macros, heildræna heilsu, svefn, hreyfingu, mata...
Duration: 01:20:5977. „Standið í lappirnar!" Heilsa og velferð barna og ungmenna. Þorgrímur Þráinsson
Jan 11, 2025Í þættinum ræðir Erla við Þorgrím Þráinsson rithöfund, fyrirlesara og talsmann heilsu, mannúðar og réttlætis um heilsu, kvíðakynslóðina, skólakerfið, skjánotkun, samfélagsmiðla, tengslamyndun og fleira.
Þorgrímur þorir að segja það sem margir hugsa. Hann brennur fyrir það að bæta líðan ungmenna i landinu og hefur um áraraðir haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins til þess að aðstoða ungmenni við að verða ástangin af lífinu.
Þorgrímur hefur á síðustu áratugum verið ,,maðurinn á bakvið tjöldin” í mörgum verkefnum sem snúa að bættri heilsu landsmanna.
Þor...
76. Styrkur er valdeflandi. (Móðurhlutverkið, atvinnumennska og æfingar tengdar tíðarhring, meðgöngu og breytingarskeiði kvenna). Anníe Mist Þórisdóttir
Jan 04, 2025Í fyrsta þætti ársins ræðir Erla við Anníe Mist Þórisdóttur sem er flestum Íslendingum kunnug og reyndar víðs vegar um heiminn líka og er með 1,4 milljón fylgendur á Instagram. Hún er alveg mögnuð íþróttakona sem hefur verið á hæsta leveli í Crossfit síðan árið 2009.
Við ræddum um móðurhlutverkið, atvinnumennsku, CrossFit íþróttina og muninn á því að keppa sem einstaklingur eða með liði og hvað það hefur kennt henni. Við förum yfir mjög sorglegan atburð sem átti sér stað á Heimsleikunum 2024 þegar keppandi, Lazar Dukic drukknaði í sundi og hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi...
Duration: 01:45:3175. Liðleiki, hreyfigeta og lífsgæði. (Styrkur, andleg og líkamleg heilsa, ADHD og að setja sér mörk). Lilja Sigurgeirsdóttir.
Dec 19, 2024Í þættinum ræðir Erla við Lilju Sigurgeirsdóttur um liðleika, hreyfigetu, lífsgæði, styrk, andlega og líkamlega heilsu, ADHD, að setja sér mörk og margt fleira.
Lilja sem er oft kölluð Liðleika Lilja er með alls konar námskeið. Hún þjálfar bæði börn og fullorðna, almenning og íþróttafólk og hjálpar einstaklingum að ná árangri og bæta heilsu sína með aukinni hreyfigetu og styrk. Í lok þáttarins kemur Lilja með góð ráð fyrir íþróttafólk.
Þetta er einlægt viðtal, stútfullt af fróðleik og á erindi til allra...
74. Ungur nemur gamall temur. (Hreyfing heilsunnar vegna, breytingar á íþróttakennslu á 40 árum, knattspyrnuþjálfun og starfslok). Logi Ólafsson
Dec 12, 2024Í þættinum ræðir Erla við Loga Ólafsson, íþróttakennara, húmorista og knattspyrnuþjálfara um starfsferil Loga sem er langur og viðburðaríkur. Þau ræða um hvað heilsa er mikilvæg, breytingar á 40 árum í íþróttakennslu, knattspyrnuþjálfun, áhugamál, starfslok og fleira.
Logi er mörgum kunnugur sem knattspyrnuþjálfari og lýsandi í sjónvarpi. Hann hefur þjálfað mörg knattspyrnulið í gegnum tíðina og bæði karla- og kvenna landslið Íslands í knattspyrnu.
En það sem ekki allir vita er að Logi hefur kennt íþróttir í Menntaskólanum við Hamrahlíð síðan árið 1988 og er Erlu mikil fyrirmynd. Ha...
Duration: 01:01:4673. Að finna taktinn. (Húmor, burnout, meðferð, breytingaskeið kvenna og sjálfsmildi). Sóley Kristjánsdóttir
Dec 05, 2024Í þættinum ræðir Erla við Sóleyju Kristjánsdóttur uppistandara, markþjálfa og stjórnendaþjálfa um mannlega hegðun, húmor, venjur, burnout, meðferð, breytingaskeið kvenna, gæfuspor, sjálfsmildi, mikilvægi þess að taka ábyrgð á sjálfum sér og hvað það getur verið erfitt að vera öðruvísi eða sigla á móti straumnum.
Sóley segist stundum fá þráhyggjur fyrir hlutum og fara þá all-in í að grúska um það málefni í smá tíma. Það gerði hún varðandi Breytingaskeið kvenna og byrjaði með hlaðvarpið Að finna taktinn vegna þess að hún skildi ekki afhverju þ...
Duration: 01:28:2772. Að vera betri í dag en í gær. (Áhrif meiðsla á andlega líðan og heilsu íþróttafólks). Haraldur Holgersson
Nov 28, 2024Í þættinum ræðir Erla við Harald Holgersson eða Halla eins og hann er alltaf kallaður. Halli er ekki bara frábær þjálfari heldur einnig magnaður íþróttamaður sem hugsar vel um heilsuna. Halli stefnir á að verða hraustasti maður heims einn daginn. Hann keppti árið 2016 í unglingaflokki á heimsleikunum í Crossfit og svo ári síðar með liði CrossFit XY en svo settu meiðsli smá strik í reikninginn næstu árin.
Halli hefur verið að kljást við alvarlegt brjósklos í bakinu síðastliðin 5 ár. Það hefur gengið vel á köflum en því miður hafa meiðslin tekið sig upp aftur og a...
Duration: 01:06:1671. Þyngdarstjórnunarkerfi líkamans og heilsa. (Sjúkdómurinn offita, efnaskiptaaðgerðir, þyngdarstjórnunarlyf, fordómar, lífsstíll og umhverfisþættir). Erla Gerður Sveinsdóttir
Nov 21, 2024Í þættinum ræðir Erla við nöfnu sína Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni og sérfræðing í offitusjúkdómum um sjúkdóminn offitu, efnaskiptaaðgerðir, þyngdarstjórnunarlyf, virkni og aukaverkanir þeirra, nauðsynlegar breytingar á lífstíl í kjölfar inngripa, fordóma gagnvart offitu, áhrif umhverfisþátta á heilsufar og fleira.
Erla Gerður hefur unnið við offitumeðferð með einum eða öðrum hætti síðustu 15 árin. Hún vill vinna heildrænt og þverfaglega og starfar nú með teymi sínu hjá Mín besta heilsa við það að fræða, meta hvort og hvernig aðgerð fólk þarf og veita eftir...
70. Sjálfsvíg, sálgæsla og sorg. (Áhrif á aðstandendur og mikilvægi hreyfingar fyrir andlega heilsu). Auður Hallgrímsdóttir
Nov 14, 2024Í þætti vikunnar ræðir Erla við dásamlega vinkonu sína og gleðisprengju Auði Hallgrímsdóttur. Auður er mikil félagsvera sem elskar að hreyfa sig úti í náttúrunni. Auður missti föður sinn úr sjálfsvígi fyrir rúmum 5 árum og ákvað strax að hún myndi nýta sér þessa erfiðu lífsreynslu til þess að hjálpa öðrum.
Í þessu einlæga og fallega viðtali ræðum við meðal annars um sjálfsvíg, áhrif á aðstandendur, sálgæslu og mikilvægi hreyfingar í andlegri heilsu og þegar tekist er á við erfið áföll. Auðu...
Duration: 01:25:2169. Vertu með þér í liði. (Sjálfsvinna, narsissismi, flókin áfallastreituröskun, að setja mörk, þakklæti og jólahefðir). Helgi Ómarsson
Nov 07, 2024Í þættinum ræðir Erla við Helga Ómarsson ljósmyndara og jáhrifavald um sjálfsvinnu, narsissisma, flókna áfallastreituröskun, að setja mörk, litla Helga, þakklæti, stolt, jólahefðir og hvernig hann vill nýta rödd sína og þekkingu ti þess að hjálpa öðrum.
Helgi er með hlaðvarpið Helgaspjallið og Helgi og Erla áttu afar skemmtilegan dag saman og tóku ,,two for one" þar sem að Erla fór einnig í spjall til Helga sama dag. Kíkið á viðtalið í Helgaspjallinu
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is...
68. Ástin er ekki takmörkuð. (Áföll, triggerar, traust, tilfinningar, kynlíf, nekt og opin sambönd). Árni Björn Kristjánsson og Guðrún Ósk Maríasdóttir
Oct 31, 2024Í þættinum ræðir Erla við hjónin Árna Björn og Guðrúnu Ósk um lífið og tilveruna, um áföll eins og að eignast langveikt barn, höfuðhögg og heilsuleysi, áfallastreitu, triggera og traust.
Einnig ræðum við um mikilvægi þess að leyfa sér að upplifa allar tilfinningar, hvernig samskipti eru lykillinn að góðu sambandi, hvers vegna þau eru vegan, hvernig kynlíf getur orðið betra með árunum, nekt, opin sambönd og fleira.
Guðrún og Árni segjast lífa eftir þeirri lífsspeki að það eigi ekki vera neinn filter og vonast...
67. Árangur v.s heilsa. (Hámarkssúrefnisupptaka, grunnbrennsla, HRV, mjólkursýra, þjálfunarpúls, zone 1-5, hitaaðlögun, mikilvægi svefns og ofþjálfun). Sigurður Örn Ragnarsson
Oct 24, 2024Í þætti vikunnar ræðir Erla við Sigurð Örn Ragnarsson, verkfræðing og þríþrautakappa um það hvernig hægt sé að ná sem bestum árangri sem afreksíþróttamaður, ,,kostnað" afreka á heilsuna, hámarkssúrefnisupptöku, HRV, mjólkursýru, þjálfunarpúls, zone 1-5, hitaaðlögun, mikilvægi svefns, ofþjálfun, grunnbrennslu og margt fleira.
Sigurður Örn er magnaður íþróttamaður sem nýtir þekkingu sína og reynslu til þess að ná góðum árangri í þríþraut en um leið besta heilsu sína. Hann er viskubrunnur og áður en við vissum af vorum við búin að spjalla saman í næstum 2 klu...
Duration: 01:50:5166. Hvað eru grasalækningar? (Lýðheilsa, melting, þarmaflóran, streita, hormónaójafnvægi, tíðarhringur kvenna og rushing womans syndrome). Ásdís Ragna Einarsdóttir
Oct 17, 2024Í þættinum ræðir Erla við Ásdísi grasa um náttúrulækningar, lýðheilsu, meltingu, þarmaflóruna, streitu, hormónaójafnvægi, tíðarhring kvenna, rushing womans syndrome ofl.
Ásdís Ragna er Lýðheilsufræðingur og grasalæknir. Áhugi hennar á virkni lækningajurta og hæfni þeirra til að bæta heilsu fólks kviknaði snemma á lífsleiðinni.
Hún hefur lengi haft brennandi áhuga á því hvernig við getum haft áhrif á heilsuna frá náttúrunnar hendi og hvaða áhrif þessi fjölmörgu virku efni úr jurtunum hafa á mannslíkamann.
Starf Ásdísar sem grasalæknir er fyrst og...
65. Æfinga- og hreyfifíkn. 2737 hreyfidagar í röð! Steinn Jóhannsson
Oct 10, 2024Í þættinum ræðir Erla við Stein Jóhannsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um mjög áhugavert tímabil í lífi hans þar sem hann tók ekkert hvíldartímabil í 7,5 ár! Sem sagt hreyfði sig 30 mínútur á dag í 2737 daga og taldi ekki göngutúra og lyfingar með.
Þó að hann æfi ekki á hverjum degi lengur er hann þó eintaklega hreyfiglaður maður og er nammigrís sem elskar tölur og tölfræði, sérstaklega í tenglsum við íþróttir.
Í dag hvetur Steinn öll til þess að vera dugleg að hreyfa sig, finna sér hreyfingu við hæfi og hreyfingu sem veitir man...
Duration: 00:58:5864. Hvað þarftu ástin mín? (Jóga, hugleiðsla og heilun eftir áföll). Ágústa Kolbrún Roberts
Oct 03, 2024Í þætti vikunnar spjallar Erla við Ágústu Kolbrúnu Roberts jógakennara og heilara. Ágústa byrjaði sína andlegu vegferð snemma eftir að hafa verið á flótta frá erfiðri æsku. Þær stöllur ræða á einlæglega um það hvernig æskan hefur mótað hana, hvernig jóga tók yfir líf hennar, hugleiðslu, áföll, heilun og hvernig við þurfum að taka ábyrgð á okkur sjálfum.
Hún hefur stundað jóga í 28 ára og kennt fjölmörgum að kenna jóga. Ágústa er líka frábær listakona og er nú með listasýningu á Sólheimum um Sesselju stofnanda S...
Duration: 01:34:57Núvitund - 7 mínútna sitjandi hugleiðsla. (Heilsumoli 14)
Oct 01, 20247 mínútna sitjandi hugleiðsla og núvitundaræfing þar sem við færum athygli okkar á milli skynfæra. Hægt að gera hvar og hvenær sem er.
Njótið!
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 00:07:1663. Rekjum upp þræði skammarinnar. (Kynfræðsla, samskipti, kynheilbrigði, skömm, opin sambönd og væntingar). Sigga Dögg
Sep 26, 2024Í þættinum ræðir Erla við Siggu Dögg kynfræðing um kynfræðslu, kærleika, mikilvægi samskipta í kynlífi og lífinu almennt, kynheilbrigði, skömm, opin sambönd, væntingar og hvernig breytingarskeið kvenna er tækifæri til að losa sig við það sem þjónar manni ekki lengur.
Sigga Dögg hefur lagt mikinn metnað í að fræða unga sem aldna um kynlíf síðustu ár og áratugi. Undanfarin ár hefur hennar helsta starf verið kynfræðsla í grunn- og framhaldsskólum þar sem hún fræddi nemendur, kennara og foreldra. Sigga áttaði sig svo á því að kynfræðs...
62. Hvernig er hægt að ná árangri án þess að missa vitið og heilsuna? (Hæfni, færni, sjálfstæði, hamingja og hugrekki). Krumma Jónsdóttir
Sep 19, 2024Í þættinum ræðir Erla við Krummu Jónsdóttur sem starfar sem árangursráðgjafi um hæfni, færni, sjálfstæði, hamingju og hugrekki, hvað við þurfum til að dafna og hvernig við náum árangri án þess að missa vitið og heilsuna.
Til að ná árangri þurfum við fjölþætta vellíðan, líkamlega, andlega og félagslega. Þegar við erum í jafnvægi og upplifum vellíðan í þessum þáttum, erum við betur í stakk búin til að takast á við áskoranir og ná árangri.
Á sama hátt þurfum við árangur til að dafna; það að setja okkur markmið og ná þeim gefur lífi okkar tilgang og u...
Duration: 01:07:1361. Það felst svo mikið frelsi í því að vera vel nærður. (Breytingaskeið, þyngdarstjórnun, efnaskiptaheilsa, hormónaójafnvægi og hreyfingaleysi). Lukka Pálsdóttir
Sep 12, 2024Í þættinum ræða Lukka og Erla um breytingaskeiðið, þyngdarstjórnun, efnaskiptaheilsu, hormónaójafnvægi, alvarleika hreyfingaleysis, hvatberavirkni, hvað það skiptir miklu máli að fólk viti að það er með lífi í lúkunum og margt fleira.
Lukka er einn af stofendum og eigindum GreenFit og hefur áratuga reynslu af að hjálpa fólki að bæta heilsu með mataræði og hreyfingu. Hún hefur starfað í 30 ár við þjálfun og ráðgjöf og hefur skrifað 3 bækur um tengsl næringar og heilbrigðis. Auk tveggja háskólagráða hefur hún svalað sífelldum þekkingarþorsta á hinum ým...
60. Heilbrigt samband við mat. (Matarvenjur, ADHD, næringarþéttni, næringarlæsi og þarmaflóran). Heiðdís Snorradóttir
Sep 05, 2024í þættinum ræðir Erla við Heiðdísi Snorradóttur næringarfræðing um hvað það er að eiga í heilbrigðu sambandi við mat, matarvenjur, ADHD og mataræði, næringarþéttni matvæla, næringarlæsi, áhrif þarmaflórunnar á almenna heilsu og margt fleira.
Heiðdís er stofnandi og meðeigandi Endurnæringar og næringarfræðingur MSc með áherslu á lýðheilsu. Hún sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum að byggja upp heilbrigt sambandi við mat.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 01:22:5359. Hvers vegna er tengslamyndun mikilvæg fyrir heilsu okkar? (Ungbarnasund, örugg tengsl, fæðingarþunglyndi, vanræksla og tenglsaröskun). Katrín Kristjánsdóttir
Aug 29, 2024Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þættinum ræðir Erla við Katrínu Kristjánsdóttur, sálfræðing um tengslamyndun og afhverju hún er mikilvæg, áhrif tengslamyndunar í æsku á heilsu okkar í framtíðinni, rannsóknir á tengslamyndun í ungbarnasundi, örugg tengsl, fæðingarþunglyndi, vanrækslu, tenglsaröskun, ,,good enough” foreldra og hvernig við getum haldið góðum tengslum við okkur sjálf og aðra.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 01:09:0958. ADHD og heilsa. (Sjálfsvitund, vinnsluminni, tilfinningastjórnun, frestunarárátta, kynjamunur, gagnsemi lyfja og fordómar). Anna Tara Andrésdóttir
Aug 22, 2024Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Önnu Töru Andrésdóttur um ADHD, sjálfsvitund, vinnsluminni, tilfinningastjórnun, frestunaráráttu, kynjamun, gagnsemi lyfja, fordóma og áhrif ADHD á heilsu og öfugt.
Þær stöllur ræða einnig um áhrif hreyfingar, mataræðis og svefns á ADHD og áhrif kynþroskaskeiðs, meðgöngu og breytingaskeiðs á einkenni ADHD hjá konum.
Anna Tara er doktorsnemi við Háskólann í Barcelona með sérstaka áherslu á konur með ADHD. Hún bren...
57. Vertu listamaður í að lifa. (Venjur, hegðun, þarfir, neðansjávardjúpmarkþjálfun og morgunsíður). Guðbjörn Gunnarsson
Aug 15, 2024Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Guðbjörn Gunnarsson sérlegan áhugamann um fólk, einkaþjálfara og markþjálfa um venjur, hegðun, þarfir, hvað það er að vera listamaður í að lifa, neðansjávardjúpmarkþjálfun, morgunsíður og hvernig við berum ábyrgð á eigin heilsu.
Guðbjörn hefur unnið með fólki í 21 ár og blandar nú saman á skemmtilegan hátt einkaþjálfun og markþjálfun með góðum árangri. Hann trúir því að það sem þú ge...
56. Að forðast kvíða er eins og að forðast skuggann af sér. (Heilsu- og næringarlæsi, skólaforðun, tilfinningalæsi, samkennd og meðvirkni). Davíð Aron Routley
Aug 08, 2024Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Davíð Aron Routley, heilsumarkþjálfa, jógakennara og einkaþjálfara um heilsu- og næringarlæsi, skólakerfið, hegðunarvanda, skólaforðun, kvíða, tilfinningalæsi, samkennd og meðvirkni. Þau ræða einnig um áhrif umhverfis, markaðssetningar og efnahagskerfisins á heilsu og hvernig við getum aðeins verið jafn heilbrigð og umhverfið okkar er.
Davíð Aron hefur unnið í barnavernd, Brúarskóla og með einhverfum börnum. Hann telur að börn eigi að...
55. Félagslegir töfrar. (Tilfinningaleg smitun, félagslegt heilbrigði, stemmning og hlutverk íþrótta). Viðar Halldórsson
Jul 31, 2024Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Viðar Halldórsson, félagsfræðing og prófessor við Háskóla Íslands um samfélagið, félagslega töfra, tilfinningalega smitun, félagslegt heilbrigði, stemmningu, tæknilega skynsemisvæðingu, hlutverk íþrótta og fleira.
Viðar bendir á að félagsleg samskipti eru grunnbyggingarefni samfélagsins og félagslegir töfrar og samskipti mynda eitthvað sem var ekki til áður og summan verður oft stærri en einingarnar. 1+1 verða 3...
Duration: 01:24:1854. Hvað geymir líkaminn þinn? (Þungamálmar, heildræn tannlæknastofa og munurinn á lífinu í USA og á Íslandi). Sigríður Friðriksdóttir
Jul 25, 2024Í þættinum ræðir Erla við Sigríði Friðriksdóttur eða Siggu eins og hún er alltaf kölluð. Sigga er hjúkrunarfræðingur, búsett í Bandaríkjunum og starfar á heildrænni tannlæknastofu. Þar er hún með heilsu- og næringarþjálfun auk þess að gera alls konar mælingar á skjólstæðingum sínum, t.d. að taka og greina blóðprufur, skanna fyrir þungamálmum í líkamanum og fleira.
Sigga bendir á að góð munnheilsa/tannheilsa skiptir miklu máli fyrir alhliða heilsu og getur meira að segja minnkað líkur á hjarta og æðasjúkdómum.
Hún segir okkur ei...
Duration: 01:13:1853. Þú vaknar ekki bara einn daginn með sykursýki 2. (Heilsulæsi, forvarnir, efnaskipti, insúlínviðnám og tískubylgjur í mataræði.) Lukka Pálsdóttir og Sigurður Örn Ragnarsson
Jul 18, 2024Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó - netto.is
Spíruna - spiran.is
Heilsuhilluna - heilsuhillan.is
Í þættinum ræðir Erla við Lukku Pálsdóttur og Sigurð Örn Ragnarsson hjá Greenfit um heilsulæsi, forvarnir, ákjósanlegt matar- og hreyfiumhverfi, efnaskipti, insúlínviðnám, tískubylgjur í vinsældum orkuefna, þ.e. fitu, kolvetna og próteina og hvernig við hámörkum heilsu okkar.
Þau ræða einnig um hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að bæta lýðheilsu þjóðarinnar og hvernig við og samfélagið virðumst bara setja ,,plástra" á flest...
52. Kvenlíkaminn er algjör töffari. (Ofspenna í grindarbotni, kynlíf, breytingarskeið kvenna, þvagleki, legsig og endómetríósa.) Þorgerður Sigurðardóttir
Jun 27, 2024Þátturinn er í boði Nettó og Unbroken
Í þættinum ræðir Erla við Þorgerði Sigurðardóttur, kvenheilsusjúkraþjálfara um ýmis málefni sem tengjast heilsu kvenna og hafa áhrif á lífsgæði þeirra, t.d. þvagleka, legsig, endaþarmssig, blöðrusig, ofspennu í grindarbotni og endómetríósu. Þær ræða einnig um áhrif meðgöngu og fæðingar á kvenlíkamann, mæðravernd eftir fæðingu, íþróttakonur, mikilvægi grindarbotnsæfinga og hvernig er best að framkvæma þær, kynlíf, breytingarskeið kvenna, mikilvægi slökunar og öndunar og margt fleira.
Þorgerður er einn fremsti sérfræðingur landsins á sviði kvensj...
Duration: 01:04:0551. Ungbarnasund, þjófstart inn í framtíðina? (Tengslamyndun, jafnvægi, samhæfing, þroski, söngur og gleði og heilsufarslegur ávinningur.) Snorri Magnússon
Jun 20, 2024Þátturinn er í boði Nettó og Unbroken
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að njóta lífsins og vinna sig ekki í kaf.
Snorri er að eigin sögn karl sem kominn er á sjötugs aldur og er fæddur á Skaganum. Hann lærði að synda þegar hann var 9 ára og hefur verið kenndur við sundlaug síðan. Hann hefur bæði þ...
50. Sá einhverfi og við hin. (Foreldrahlutverkið, að þiggja aðstoð, mikilvægi húmors og hið eilífa samviskubit.) Jóna Á. Gísladóttir
Jun 13, 2024Þátturinn er í boði Nettó og Unbroken
Í þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri vellíðan og séu óhrædd við að þiggja aðstoð. Þá ræða þær einnig um andlega heilsu, mikilvægi húmors, hvernig það er mikið auðveldara að gefa öðrum ráð heldur en að fara eftir þeim sjálfur, hið eilífa samviskubit og það að vera ekki nóg.
49. Nærðu þig fallega. (Vinnusemi, mikilvægi hreyfingar, lesblinda, andvana fæðing, gallstasi og sorg.) Anna Marta Ásgeirsdóttir
Jun 06, 2024Í þættinum ræðir Erla við Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur frumkvöðul, eiginkonu, móður og stjúpmóður um mótbyr og meðbyr í lífinu, vinnusemi, lesblindu, mikilvægi hreyfingar, hvernig á að næra sig fallega, andvana fæðingar vegna gallstasa, sorgina sem fylgdi og mikilvægi þess að hugsa um heilsuna.
Anna Marta segir okkur fallegu söguna af því hvernig hún og Ingólfur maður hennar komu af stað góðgerðarverkefninu Ísbirninum Hring, fígúru sem léttir lund veikra barna og hefur glatt ófá hjörtu. En Hringur er lukkudýr Barnaspítala Hringsins sem kemur fr...
48. Streita og heilsa. Hvað er til ráða? (Kvíði, þunglyndi, kulnun, mikilvægi hvíldar, kyrring hugans, áhrif vímuefna, adhd, mildi og mikilvægi félagslegrar heilsu). Dr. Ólafur Þór Ævarsson
May 30, 2024Í þættinum ræðir Erla við Dr. Ólaf Þór Ævarsson geðlækni og heilsuáhrifavald um streitu, kvíða, þunglyndi, kulnun, mikilvægi hvíldar, kyrringu hugans, áhrif vímuefna, adhd, mildi, mikilvægi félagslegrar heilsu og hvernig við getum safnað streituráðum.
Ólafur Þór hefur lengi starfað að lækningum og kennslu, veitt ráðgjöf um heilbrigðismál og beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum. Hann hefur haft sérstakan áhuga á mikilvægi góðrar geðheilsu og geðheilsueflingu, svo og áhrifum streitu og kulnunar á líf og heilsu. Hann stofnaði Streituskólann árið 2002 og starfar se...
47. Histamín óþol og heilsa. (Birtingamyndir, áhrif myglu, streitu og lífsstíls og hlutverk þarmaflórunnar). Katrín Sigurðardóttir
May 23, 2024Í þættinum ræðir Erla við Katrínu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðing og heilsumarkþjálfa um Histamín óþol og hvernig við getum haft áhrif á það með mataræði okkar og lífsstíl. Farið er yfir helstu birtingamyndir óþolsins, hlutverk þarmaflórunnar, áhrif myglu, áhrif streitu og hvað er tl ráða.
Katrín með Master í heilbrigðisvísindum og "Board certified Health and Wellness Coach" og aðstoðar fólk með margvísleg vandamál að bæta heilsu sína. Hún er að eigin sögn miðaldra hjúkrunarfræðingur úr Kópavoginum sem strarfar nú í drau...
Duration: 01:06:0046. Hættu aldrei að láta þig dreyma. (Heilsa, húmor, hreyfing, sjálfsmynd, andleg heilsa og heimsókn í SOS Barnaþorp). Eva Ruza Miljevic
May 16, 2024Í þættinum spjallar Erla við Evu Ruzu skemmtikraft, útvarpskonu, velgjörðasendiherra SOS með meiru um heilsu, húmor, hreyfingu, heimsókn í SOS-barnaþorp, áhugann á fræga fólkinu í Hollywood, draumastarfið, sjálfsmynd og mikilvægi þess að sinna andlegu heilsunni.
Það er ekki að undra að Eva Ruza sé einn vinsælasti skemmtikraftur landsins því hún á afar auðvelt með að létta lund landans. Hún tekur sjálfri sér ekki of hátíðlega og það er alltaf stutt í húmorinn. Þó að hún elski að hafa sig til þá segir hún að það sé alltaf mjög stutt í króatísku sveitakonuna.
<...
45. MS-sjúkdómurinn og heilsa. (Einkenni, greining, úrræði, lyf og áhrif lífsstíls á framgang sjúkdómsins). Hjördís Ýrr Skúladóttir
May 09, 2024Í þættinum ræðir Erla við Hjördísi Ýrr Skúladóttur, formann MS félags Íslands um MS-sjúkdóminn, fjölbreytt einkenni hans, greiningu, úrræði, tegundir lyfja og hvernig heilbrigður lífstíll getur haft áhrif á framgang sjúkdómsins og einkenni hans.
MS-sjúkdómurinn er oft nefndur sjúkdómurinn með 1000 andlit þar sem að einkenni hans eru mjög fjölbreytt og óútreiknanleg. MS er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu, þ.e. heila og mænu, þar sem ónæmiskerfið ræðst á mýelín, efnið sem myndar slíður utan um taugasíma (taugaþræði) og ræður hraða og virkni...
Duration: 01:15:4544. Hvað mun framtíðar þú þakka þér fyrir að gera í dag? (Styrktarþjálfun, mataræði, bætiefni, breytingaskeið kvenna, streita, meðvirkni og að setja mörk). Ragga nagli
May 02, 2024Þátturinn er unninn í samstarfi við Nettó en Naglinn segir Nettó vera útópíu heilsumelsins því þar fæst gríðarlegt úrval af heilsuvörum og bætiefnum.
Í þættinum ræðir Erla við Ragnhildi Þórðardóttur sálfræðing um heilsuhegðun og ráðleggingar varðandi æfingar, mataræði og bætiefni, sérstaklega varðandi konur á breytingaskeiði eða forbreytingarskeiði. Þær stöllur ræða einnig um algengar mýtur, streitu, meðvirkni, að setja mörk og afhverju lyftingar og styrktaræfingar eru mikilvægar fyrir heilsu og vellíðan.
Ragnhildur sem oftast er kölluð Ragga nagli eða Naglin...
10 ráð til að nærast betur. (Heilsumoli 13)
Apr 27, 2024Til þess að finna jafnvægi í lífinu þarf að huga að næringu, bæði frumnæringu og því sem við setjum á diskinn. Frumnæring er allt það sem nærir okkur annað en matur og felst í okkar daglegu athöfnum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að staldra við og endurskoða samskipti, atvinnu, hreyfingu, andlegt jafnvægi og fleira.
Við vanmetum oft þessa þætti, teljum ekki til næringar og veitum því sjaldnast athygli hvernig okkur líður. Ef við viljum bæta heilsuna þurfum við að skoða alla þætti sem hafa áhrif á hana og meta hvar við erum í ójafnvægi. Það er nefn...
43. Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull? (Sveitalífið, baráttan við krabbamein og mikilvægi þess að vera með húmorinn að vopni). Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Apr 25, 2024Í þættinum ræðir Erla við Dr. Sigurbjörn Árna Arngrímsson um lífið og tilveruna, sveitalífið, hlutverk íþrótta, starfið sem kennari og skólameistari, baráttu hans við krabbamein og mikilvægi þess að vera með húmorinn að vopni.
Sigurbjörn Árni eða Bjössi eins og hann er oftast nefndur er skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum og er einnig einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar. Ég efast um að nokkur geti lýst frjálsum íþróttum með slíkri innlifun. Bjössi gæti gert það spennandi að horfa á málningu þorna.
Bjössi er fæddur árið...
Hugleiðsla fyrir svefninn. (Heilsumoli 12)
Apr 21, 2024Í þessum heilsumola leiðir Erla þig inn í draumalandið með róandi hugleiðslu.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 00:20:0742. Út fyrir kassann. (Styrkleikar, sjálfsmynd, núvitund, samskipti og sjálfsrækt). Bjarni Fritzson
Apr 19, 2024Í þættinum ræðir Erla við Bjarna Fritzson rithöfund, íþróttamann og eiganda sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann um jákvæða sjálfsmynd, núvitund, samskipti, sjálfsrækt, sjálfstraust, gildi og hvernig við hjálpum börnum okkar að byggja upp góða sjálfsmynd með því að aðstoða þau við að finna sína styrkleika.
Sjálfur segist Bjarni fyrst og fremst vera fjölskyldufaðir úr Breiðholtinu og íþróttanörd sem elskar að efla fólk og hjálpa því að blómstra. Hann heldur meðal annars námskeiðin Öflugir strákar, Vertu óstöðvandi fyr...
Duration: 01:15:11Tíu atriði sem geta bætt heilsuna strax í dag. (Heilsumoli 11)
Apr 15, 2024Í þessum stutta heilsumola tel ég upp tíu atriði sem þú getur tileinkað þér til þess að hafa góð áhrif á eigin heilsu.
Ég tel heildræna nálgun bestu leiðina til að njóta góðrar heilsu. Hér eru nokkur atriði sem þú getur gert strax í dag til þess að bæta heilsuna.
Þe...
Duration: 00:03:3341. Tannheilsa. (Umhirða tanna, munnþurrkur, bakflæði, neföndun, tannhvíttun og áhrif á almenna heilsu). Elva Björk Sigurðardóttir
Apr 11, 2024Í þættinum ræðir Erla við Elvu Björk Sigurðardóttur tannlækni um tannheilsu, tannlæknanámið, rétta umhirðu tanna, tæknina við að bursta tennurnar, tannhvíttun og þætti sem hafa áhrif á tannheilsu okkar eins og sýrustig drykkja, munnþurrk, bakflæði, neföndun, að naga neglur og fleira auk þess að ræða aðeins um það hvernig tannheilsa getur haft áhrif á almenna heilsu okkar.
Auk þess að vera tannlæknir er Elva Björk Kópavogsbúi, móðir og sjálfstæð kona sem finnst gaman að vera innan um fólk. Hún hefur starfað sem tannlæknir siðan 1998...
Duration: 00:59:4740. Heilsan er hinn sanni auður. (Hugrekki til að hafa áhrif, gildi og áttaviti okkar). Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason
Apr 04, 2024Í þættinum ræðir Erla við Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og eiginmann hennar Björn Skúlason um mikilvægi þess að huga vel að heilsu okkar, bæði andlegri og líkamlegri, hugrekki til að hafa áhrif, gildi og áttavita, mikilvægi þess að vera í tengslum við okkur sjálf, hvernig það er að hugsa um heilsuna í annasömu starfi, hvernig forsetaembættið getur beitt sér fyrir bættri lýðheilsu þjóðarinnar og margt fleira.
Þessi dásamlegu hjón sem hafa verið saman í 25 ár og gift í 20 ár eru svo miklar fyrirmyndir á mörgum sviðum og ræða hér á einlægum nótum um það hv...
39. Að endurræsa taugakerfið. (Heilsumissir, áföll, jóga, öndun, sjóböð, KAP, þakklæti, draumar og tilgangur lífisins). Marta Dröfn Björnsdóttir
Mar 29, 2024Í þættinum spjallar Erla við Mörtu Dröfn Björnsdóttur um heilsumissi, áföll, jóga, öndun, sjóböð, KAP, þakklæti, drauma, tilgang lífisins og það hvernig henni tókst að endurrræsa taugakerfi sitt.
Marta er lærður kvikmyndaförðunarmeistari og starfaði við það í 13 ár áður en hún hóf sitt andlega ferðalag árið 2017. Hún er einnig barnabókahöfundur og gaf út bókina Amma með biluðu augun árið 2013 og nú er önnur bók á leiðinni, Lukkudýrið ég, en það er bók til að aðstoða börn við að byggja upp sjálfstraust.
...
38. Það er alltaf von. (Erfið æska, meðvirkni, barátta við fíkniefni og innri kraftur). Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir (Inga)
Mar 22, 2024Í þættinum ræðir Erla við Sigríði Ingibjörgu Jónsdóttur um erfiða æsku, skömm, meðvirkni, baráttu við fíkniefni, innri kraft, mikilvægi hreyfingar og hvernig hún snéri við blaðinu eftir að hún komst að því að hún væri ólétt af dóttur sinni. Þær stöllur ræða einnig um tilgang lífsins, þakklæti, mikilvægi þess að þekkja sig vel, hvað heilsa er dýrmæt og að ekki megi taka henni ekki sem gefnu.
Inga eins og hún er alltaf kölluð er nú að ljúka námi í Íþrótta- og hei...
37. Hvað er kírópraktík? (Stoðkerfið, taugakerfið, virkni mannslíkamans, streita og mikilvægi góðrar líkamsbeitingar). Matthías Arnarson
Mar 15, 2024Þátturinn er gerður í samstarfi við Nettó.
Í þættinum ræðir Erla við Matthías Arnarson (Matta kíró) um kírópraktík, stoðkerfið, taugakerfið, réttan skóbúnað, börn, streitu, mikilvægi góðrar líkamsbeitingar, afhverju það er ekki æskilegt að sofa á maganum, hvernig kírópraktík getur bætt heilsu okkar og hvernig við getum gert betur án þess að setja of mikla pressu á okkur sjálf.
Matti er einn af eigendum Kírópraktorstofu Íslands sem staðsett er í Sporthúsinu í Kópavogi. Hann hefur fjölbreytta reynslu af greiningu stoðkerfisverkja og vinnur þverfag...
Duration: 01:06:37Stutt slökunaræfing- hugræn hvíld. (Heilsumoli 10)
Mar 10, 20245 mínútna slökunaræfing sem er tilvalin til þess að ná smá hugrænni hvíld í amstri dagsins. Það er svo ótal margt í umhverfi okkar sem stelur athygli okkar og því er nauðsynlegt að taka sér hlé nokkrum sinnum yfir daginn til þess að líta inn á við og gefa heilanum smá hvíld frá nýjum upplýsingum.
Þá getur verið gott að nýta sér slökunaræfingar, öndunaræfingar, hugleiðslur eða núvitundaræfingar.
Í þessari stuttu og einföldu slökunaræfingu spennum við og slökum á líkamshlutum til skiptis, tökum eftir því hvern...
36. Hættu að heyra og byrjaðu að hlusta. (Markþjálfun, eldurinn innra með okkur, sjálfsvirðing og innsæi). Laufey Haraldsdóttir
Mar 08, 2024Þátturinn er gerður í samstarfi við Nettó. Nýtið ykkur 25% appslátt af öllum vörum frá Änglamark til 10.mars þegar þið verslið í appinu.
Í þættinum ræðir Erla við Laufeyju Haraldsdóttur um markþjálfun, hvernig við kveikjum í eldinum innra með okkur, hvernig við tengjumst okkur sjálfum betur, sjálfsvirðingu, innsæi og hvernig við hættum að heyra og byrjum að hlusta.
Laufey er stofnandi og framkvæmdarstjóri Virkja og er með PCC gæða vottun frá ICF í markþjálfun. Hún elskar að kenna markþjálfun og brennur fyrir að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum...
Hvað er heilsulæsi? (Heilsumoli 9)
Mar 03, 2024Í þessum heilsumola fer Erla yfir hvað Heilsulæsi er og hvað það er mikilvægt í nútíma samfélagi.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 00:10:0835. Flugheilsa. Hvað þurfa farþegar að hafa í huga og hvernig geta áhafnarmeðlimir hugsað sem best um heilsuna í krefjandi starfi? Jóna Björg Jónsdóttir
Mar 01, 2024Áhugaverður þáttur fyrir þá sem ferðast mikið eða þau sem starfa í háloftunum.
ATH. Ég biðst velvirðingar á smá hljóðtruflunum í upphafi þáttar.
Í þættinum ræðir Erla við Jónu Björgu Jónsdóttur hjúkrunarfæðing, flugfreyju og verkefnastjóra heilbrigðismála hjá Icelandair um hvað farþegar þurfa að hafa í huga varðandi ferðalög og hvernig áhafnarmeðlimir, þ.e. flugfreyjur, flugþjónar og flugmenn geta hugsað sem best um heilsu sína í þessu krefjandi starfi með óreglulegum vinnutíma.
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
Duration: 00:51:1534. Hvað er heilaheilsa? Höfuðhögg, heilahristingur og hugrænt þrot. Ólína G. Viðarsdóttir
Feb 23, 2024Þátturinn er gerður í samstarfi við Bandvefslosun. Bandvefslosun býður upp á lokuð námskeið, kennaranámskeið, einkatíma og dásamlega nuddbolta í mörgum stærðum og gerðum. Fylgið Bandvefslosun á Instagram fyrir hvatningu og frekari upplýsingar.
Í þættinum ræðir Erla við Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfærðing, doktor í líf- og læknavísindum og fyrrverandi atvinnukonu í knattspyrnu um heilaheilsu, höfuðhögg og heilahristing, hugrænt þrot, hvernig hægt er að bæta hugræna og vitræna ferla með þjálfun og hvernig við gefum heilanum tækifæri til að hvílast og byggjast upp.
Ólín...